Jóla- og gjafakort

Jóla- og gjafakort

Jóla- og gjafakort

 

Árið 1994 komu fyrstu jóla- og gjafakort félagsins út og hafa þau verið gefin út síðan. Valdar hafa verið myndir á kortin sem íslenskar listakonur hafa teiknað eða málað. Árið 2000 var gefið út kort í tilefni 125 ára afmælis félagsins og þá valin mynd eftir Bertel Thorvaldsen myndhöggvarann mikla sem félagið heitir eftir. Myndin er af lágmynd sem er á skírnarfontinum í Dómkirkjunni og heitir hún Leyfið börnunum að koma til mín. Kortin eru seld í blóma- og bókabúðum og í verslun félagsins Thorvaldsensbazar.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509