Viðburðir

Sumarferð Thorvaldsenskvenna 2016

Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni  klukkan 09:30. Fararstjóri er Emil Hjartarson.

Ekið um Hvaðfjarðargöng, Borgarnes og Heydalsveg á söguslóðir Laxdælu og Eiríks sögu rauða.

Haldið í Sælingsdal, þar sem Guðrún Ósvífursdóttir bjó og þar sem hádegisverður bíður okkar.

Að loknum hádegisverði skyggnumst við um í dalnum; lítum á laugina þar sem Kjartan og Bolli komu til baða og til að hitta Guðrúnu á sínum tíma og einnig lítum við á Tungustapa þar sem ein magnaðasta huldufólkssaga þjóðsagnanna okkar gerðist.

Eftir stutt stopp í Búðardal er ekið aðeins um Laxárdal og síðan inn í Haukadal þar sem bær Eiríks Rauða stóð. En þar hefur nú risið skemmtilegur landnámsbær, sem við munum skoða.

Á heimleið um Bröttubrekku er svo komið við á rjómabúinu á Erpsstöðum þar sem okkur gefst kostur á að smakka ost, ís og skyr beint frá bónda.

 

Komið heim milli kl. 18 og 19.

 

Verð:

fyrir félaga    7000,       

fyrir gesti    10.000,        

 

Innifalið í verði er allur akstur eins og í lýsingu, hádegisverður, aðgangseyrir á Eiríksstöðum í Haukadal og leiðsögn.

 

Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst á basarinn eða til formanns 

eða bazarsins í seinasta lagi fyrir kl. 16 þann 20. júni. 

 

Ath. greiðsla í reiðufé í rútunni.

 

Ferðanefnd: 

Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir,

Sif Sigurvinsdóttir og Anna Birna Jensdóttir.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509