Viðburðir

Bazarinn fagnar 116 ára afmæli 1.júní

Fimmtudaginn 1. júní fagnar Thorvaldsensbazar 116 ára afmæli sínu. Thorvaldsenskonur opnuðu bazarinn 1. júní 1901 og hafa rekið hann allar götu síðan. Að venju bjóða félagskonur viðskiptavinum og gestum að koma við á bazarnum og þiggja kaffisopa og pönnukökur, sjá vöruúrvalið og kynnast starfsemi félagsins. Allur ágóði af sölu bazarsins við Austurstræti 4 rennur til góðgerðamála. 

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509