Viðburðir

Félagsfundur 4. mars 2019 á Hallveigarstöðum

Félagsfundur Thorvaldsensfélagsins verður

mánudagskvöldið 4.mars kl. 19:30 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum

Bollur og Bingó

Á dagskrá verða fréttir af félagsstarfi, stjórnir Barnauppeldissjóðs og Kortanefndar gera grein fyrir sölu á kortum og jólamerkjum árið 2018, og síðast en ekki síst verður spilað bingó.

Bollur og kaffi kr. 2.000.- greiðist á staðnum.

Til að auðvelda pöntun á veitingum er mikilvægt að skrá þátttöku ekki seinna en föstudaginn 1. mars með því að hringja á bazarinn í síma 551-3509 eða senda þátttökutilkynningu í tölvupósti til formanns, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig má skrá þátttöku á heimasíðunni www.thorvaldsens.is eða á facebook síðu félagsins.

Hlökkum til að sjá ykkur

Með kærri kveðju,

Stjórnin.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509