Fréttir

Styrkur til Samskiptamiðstöðvar heyrnaskertra og heyrnarlausra barna

barnaquppsj

Stjórn Barnauppeldisssjóðs Th þær Dröfn S.Farestveit formaður, Jóhanna Sæmundsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Dóra Garðarsdóttir og Vigdís Þórarinsdóttir og Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins heimsóttu Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra barna 21. mars. Þar tók á móti Thorvaldsenskonum Árný Guðmundsdóttir. Tilefni heimsóknarinnar var afhending styrks til verkefnisins Gaman saman. Á undanförnum árum hafa Thorvaldsenfélagskonur gefið I-pada og lyklaborð auk barnabóka. Nú var gefið til viðbótar 6 I-padar (spjaldatölvur), spil og styrkur til þýðingar á barnabókum yfir á íslenskt táknmál ÍTM.

Gaman saman verkefnið er sniðið að þörfum döff  (fólk sem á ÍTM sem móðurmál) barna, þar sem þau hittast á SHH einu sinni í viku, eru í kennslu, vinna verkefni og eiga í samskiptum á ÍTM undir stjórn döff kennara.

Á SHH hefur verið unnið að þýðingum á ÍTM á ýmis konar bókum sem eru nýttar til kennslu og settar inn á I-pada barnanna. Þannig geta þau lesið heima og sýnt foreldrum sínum það efni sem þau vinna með hér á miðvikudögum, I-padarnir nýtast því einstaklega vel.

Spilin nýtast í vinnu með börnunum því þau eru góður grunnur til samskipta og málörvunar. Þýðingarstyrkurinn kemur einnig að góðum notum. Nokkrar barnabækur verða þýddar á ÍTM og afrit af þeim myndbödnum verða hlaðin inn á I-pada barnanna.  

Það var sérstaklega ánægjulegt að að hitta börnin með kennara sínum og heyra frá þeim hversu gagnlegar gjafirnar hafa reynst.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Thorvaldsenskonur óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðninginn við góðgerðamál Thorvaldsensfélagsins á árinu sem er að líða. 

Jólakort og jólamerki 2017 eftir Karólínu Lárusdóttur

jólamerki 2017 

Jólamerki Barnauppeldissjóðs 2017 er með mynd eftir listamálarann Karólínu Lárusdóttur. Merkin eru seld í örk sem tekur 12 merki og kostar örkin 300 krónur. Allur ágóði rennur til málefna barna.

 

Jólakort 2017

 

Jólakortið ber sömu mynd og eru seld 10 kort í pakka á 1500 krónur pakkinn. Allur ágóði rennur til málefna sykursjúkra barna og unglinga. 

Karólína Lárusdóttir

 

Karólína Lárusdóttir fæddist í Reykjavík árið 1944. Hún fór ung til náms í Bretlandi og starfaði þar í 50 ár þar til hún flutti aftur til Íslands.

 

Jólakort og jólamerki fást á Thorvaldsensbazar Austurstræti 4, simi 551-3509 einnig er hægt að panta á tölvupóstfanginu

Nánar: Jólakort og jólamerki 2017 eftir Karólínu Lárusdóttur

Konur og heilbrigði. Fundur BKR á aldarafmæli

konur og heilbrigði

1 milljón til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna hjá BKR

Á aldarafmæli Bandalags kvenna í Reykjavík 30. maí 2017 færði Thorvaldsensfélagið Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna að gjöf eina milljón króna. Bandalagið þakkar kærlega fyrir. Á myndinni eru Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins og Fanney Úlfljótsdóttir formaður BKR.

BKR 100 ára

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509