Fréttir

Jólakort og jólamerki 2017 eftir Karólínu Lárusdóttur

jólamerki 2017 

Jólamerki Barnauppeldissjóðs 2017 er með mynd eftir listamálarann Karólínu Lárusdóttur. Merkin eru seld í örk sem tekur 12 merki og kostar örkin 300 krónur. Allur ágóði rennur til málefna barna.

 

Jólakort 2017

 

Jólakortið ber sömu mynd og eru seld 10 kort í pakka á 1500 krónur pakkinn. Allur ágóði rennur til málefna sykursjúkra barna og unglinga. 

Karólína Lárusdóttir

 

Karólína Lárusdóttir fæddist í Reykjavík árið 1944. Hún fór ung til náms í Bretlandi og starfaði þar í 50 ár þar til hún flutti aftur til Íslands.

 

Jólakort og jólamerki fást á Thorvaldsensbazar Austurstræti 4, simi 551-3509 einnig er hægt að panta á tölvupóstfanginu

Nánar: Jólakort og jólamerki 2017 eftir Karólínu Lárusdóttur

Konur og heilbrigði. Fundur BKR á aldarafmæli

konur og heilbrigði

1 milljón til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna hjá BKR

Á aldarafmæli Bandalags kvenna í Reykjavík 30. maí 2017 færði Thorvaldsensfélagið Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna að gjöf eina milljón króna. Bandalagið þakkar kærlega fyrir. Á myndinni eru Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins og Fanney Úlfljótsdóttir formaður BKR.

BKR 100 ára

Tvær milljónir í Thorvaldsenssjóðinn

Á aðalfundi Thorvaldsensfélagsins 16. maí 2017 afhentu þær Anna Birna Jensdóttir formaður félagsins og Kristín R.B. Fjólmundsdóttir formaður kortasjóðs félagsins 2 milljónir króna í Thorvaldsenssjóðinn. Elísabet Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum tók á móti styrknum, en Thorvaldsenssjóðurinn var stofnaður af Thorvaldsenskonum með 10 milljón króna stofnframlagi. Sjóðurinn er til styrktar málefnum sykursjúkra barna og unglinga og er í umsjá sérstakrar stjórnar á Landspítalanum. Ágóði af sölu jólakorta Thorvaldsensfélagsins hefur í áraraðir runnið í sjóðinn.

Sjúklingalyftarar gefnir á röntgendeildir Landspítala

Þann 21.mars gaf Thorvaldsensfélagið röntgendeild Landspítalans tvo sjúklingalyftara sem verða staðsettir á deildinni á Hringbraut og í Fossvogi. Er þetta kærkomin gjöf sem mun auðvelda geislafræðingum vinnu sína þegar um ræðir þunga sjúklinga eða sjúklinga sem hafa ekki getu til að færa sig sjálfir yfir á rannsóknarbekkinn. Deildin er afar þakklát félaginu og er það von Thorvaldsenskvenna að hún komin sjúklingum og starfsfólki að góðum notum.


Lyftarar á röntgen

 

Á myndinni eru Steinunn Erla Thorlacius aðstoðardeildarstjóri röntgendeildar ásamt Thorvaldsenskonunum Júlíönu Sigurveigu Guðjónsdóttur, Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur, Hönnu Dóru Þórisdóttur og Önnu Birnu Jensdóttur formanni.

 

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509