Fréttir

Ný sýning í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

2008-hatidNý sýning verður opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðunni föstudaginn 29. desember. Á jólasýningu safnsins má sjá úrval jólamerkja Barnauppeldissjóðs Thorvaldsenfélagsins, en 100 ár eru frá því félagið gaf út fyrsta jólamerkið til styrktar góðu málefni. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa ljáð félaginu mynd til að prýða merki félagsins og er úrvalið á sýningunni fjölbreytt. Jólamerkið í ár er hannað af Baltasar Samper og ber heitið Tré Jesaja. Ágóði af sölu merkisins í ár rennur til Reykjadals.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509