Fréttir

Laser tæki gefið á Mörk

 

Thorvaldsenskonur færðu hjúkrunarheimilinu Mörk Power laser tæki sem notað verður í sjúkraþjálfun Markar. Við afhendingu tækisins sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar að laser tækið myndi koma sér afskaplega vel í sjúkraþjálfun Markar og þakkaði innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem henni fylgir. Hann benti á að þetta væri ekki fyrsta gjöfin sem heimilið tæki á móti frá Thorvaldsensfélaginu því áður hefði það gefið til heimilisins blöðruómsjártæki. Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélgsins afhenti Gunni Róbertsdóttur sjúkraþjálfara og Ragnhildi G. Hjartardóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar tækið.

 

gsli

 

 

 

 

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509