Fréttir

Heilsuskóli Barnaspítalans fær 1,6 milljón

Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins þann 10. febrúar afhenti Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Barnauppeldissjóðs Heilsuskóla Barnaspítala Landspítalans 1,6 milljón króna styrk. Barnauppeldissjóður hefur styrkt starfsemi meðferðateymis offeitra barna á undanförnum árum. Að þessu sinni verður styrknum varið til að ljúka við gerð fræðsluefnis og tryggja að íþróttafæðingur í hlutastarfi verði áfram hluti af teyminu. Þau Ragnar Bjarnason læknir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur tóku á móti styrknum og sögðu félagskonum frá framvindu og árangri starfsins um leið og þau lögðu áherslu á hve mikilvægur stuðningur Thorvaldsensfélagsins hefði verið við stofnun teymisins og það starf sem fer fram í heilsuskólanum.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509