Fréttir

Hálf milljón til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar

IMAG0901Á aðalfundi Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þann 2. júní færði Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins þeim Önnu H. Pétursdóttur gjaldkera Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar og Ragnhildi G. Guðmundsdóttur formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hálfa milljón króna framlag í sjóðinn.Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að
þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi.

 

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509