Fréttir

Reykjadalur fær eina og hálfa milljón

ReykjadalurThorvaldsenskonur afhendu í gær sumarbúðunum í Reykjadal peningagjöf að upphæð kr. 1.500.0000 til styrktar starfseminni. Peningarnir eru afrakstur sölu jólamerkis félagsins en það var selt í hundraðasta sinn síðustu jól.Barnauppeldissjóður Thorvaldsenfélagsins hefur gefið út jólamerki fyrir hver jól frá árinu 1913. Merkin eru myndskreytt af mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar en ágóðann hefur félagið gefið til góðgerðarmála í þágu barna. Ágóðinn af sölu ársins 2013 rann að þessu sinni til sumarbúðanna í Reykjadal sem reknar eru af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.

Á myndinni eru félagskonur ásamt Vilmundi Gíslasyni og konum úr fulltrúaráði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Thorvaldsensfélagið þakkar öllum þeim sem keyptu jólamerki og lögðu þar með að mörkum til að hægt væri að færa Reykjadal þessa veglegu gjöf.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509