2 milljónir til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki

Thor­valds­sens­fé­lagið færði styrkt­ar­sjóði málefna barna og ung­linga með syk­ur­sýki sem ber heitið Thorvaldsenssjóðurinn 2 millj­ón­ir króna að gjöf í til­efni af 20 ára af­mæli göngudeild­ar­ þeirra sem er á Barna­spítala Hrings­ins. Thor­valds­sen­fé­lagið hef­ur und­an­far­in ár styrkt með mynd­ar­leg­um hætti sum­ar­búðastarf fyr­ir börn og ung­linga með syk­ur­sýki. Þá styrkti fé­lagið gerð fræðslu­stutt­mynda um syk­ur­sýki sem er hægt að nálg­ast á vefn­um og hlaða niður í snjallsíma.

Ný­grein­ing­um barna og ung­linga með syk­ur­sýki teg­und 1 fer fjölg­andi.  Flók­in meðferð krefst mik­ils af börn­un­um og fjöl­skyld­um þeirra. Á göngu­deild barna starfar þverfag­legt teymi sem veit­ir fjöl­skyld­um barna með syk­ur­sýki margþætta aðstoð í formi fræðslu, ráðgjaf­ar og sál­fé­lags­legs stuðnings.

Föstu­dag­inn 14. nóv­em­ber, á alþjóðleg­um degi syk­ur­sýki, var haldið upp á 20 ára af­mæli göngu­deild­ar barna og ung­linga með syk­ur­sýki. Efnt var til hátíðardag­skrár í Hringsal. Árni V. Þórs­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir, sagði frá til­urð og stofn­un göngu­deild­ar­inn­ar, Elísa­bet Kon­ráðsdótt­ir sér­fræðing­ur í barna­hjúkr­un greindi frá nú­ver­andi starf­semi og Soffía G. Jón­as­dótt­ir, sér­fræðing­ur í innkirtla­lækn­ing­um, flutti er­indi um nýj­ung­ar í meðferð. Þá sagði móðir barns með syk­ur­sýki frá sinni upp­lif­un í er­indi sem hún nefndi „Svamlað í djúpu laug­inni, sýn móður barns með syk­ur­sýki“.

 Gjöf í Thorvaldsenssjodinn

Á myndinni sést Kristín Fjólmundsdóttir formaður Kortasjóðs Thorvaldsensfélagsins afhenda Árna Þórssyni sem situr í stjórn Thorvaldsenssjóðsins styrkinn. Allur ágóði af sölu jólakorta félagsins er til styrktar málefna barna og unglinga með sykursýki.