Fréttir

Thorvaldsensfélagið hlaut Bernskugullið 2014

Thorvaldsensfélagið hlaut Bernskugullið 2014 fyrir ómetanlegt hugsjónastarf um áratuga skeið í þágu barna. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn á Dyngjuvegi 18 þann 25.nóvember þegar Marta Sigurðardóttir formaður Bernskunnar (Íslandsdeildar OMEP (Organization Mondiale pour l’Education Préscolaire) afhenti Önnu Birnu Jensdóttur formanni Thorvaldsensfélagsins viðurkenninguna. Þar segir að Bernskugull er veitt einstaklingum, félögum eða stofnunum sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og stuðlað með ýmsum hætti að andlegri og líkamlegri velferð ungra barna. Thorvaldsenskonur þakka heiðurinn sem starfi þeirra er sýndur.

 

Samfelagsstyrkir LB 6des 2014 - 0112 2

 

20141125 16345820141125 163344

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509