Viðurkenningar Bandalags Kvenna í Reykjavík veittar á 99. ársþingi BKR, laugardaginn 7. mars 2015.
KONA ÁRSINS 2015: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrir áralanga baráttu á sviði jafnrétti...smála, m.a. gegn kynbundnu ofbeldi og klámvæðingu.
KVENFÉLAG ÁRSINS 2015: Thorvaldsensfélagið fyrir ómetanlegt starf í þágu barna í 140 ár. Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, tók við viðurkenningunni.
HVATNINGARVIÐURKENNING BKR 2015: Félag fósturforeldra, fyrir starf fósturforeldra um land allt í umönnun barna þegar aðstæður leyfa ekki að börn og unglingar dvelji á heimilum sínum, bæði varanlega eða tímabundið. Guðbergur G. Birkisson, formaður félagsins tók við viðurkenningunni.
Á myndinni er einnig formaður BKR, Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir.