Fréttir

Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra barna fengu spjaldtölvur

Á fundi Thorvaldsensfélagsins nýlega voru afhentar spjaldtölvur að gjöf til Samskiptamiðstöðar heyrnarskertra og heyrnarlausra til notkunar fyrir heyrnarskert börn. Andvirði gjafarinnar nemur rúmlega einni milljón. Thorvaldsenskonur þakkar öllum sem styrktu Barnauppeldissjóð félagsins með framlögum og keyptu jólamerkið 2015, sem gerði síðan félaginu kleift að legga þessu góða málefni lið. Frétt af styrkveitingunni birtist í Morgunblaðinu 5. apríl síðastliðinn.

 

Spjaldtölvur

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509