Fréttir

Snúningslök gefin hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu

Miðvikudaginn 1. júní fagnaði verslunin Thorvaldsensbazar 115 ára afmæli sínu. Thorvaldsenskonur opnuðu bazarinn 1. júní 1901 og hafa rekið hann allar götu síðan. Allur ágóði af sölu bazarsins við Austurstræti 4 rennur til góðgerðamála og afhenti Thorvaldsensfélagið 15 hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu Master turner snúningslök sem er nýjung í velferðartækni að gjöf í tilefni dagsins. Master Turner er dönsk uppgötvun í formi laka sem umbyltir umönnun í rúmi.  Lökin létta verulega á umönnunaraðilum hreyfiskertra, auðvelda mikið hreyfiskertum einstaklingum að bylta sér í rúmi og minnka líkur á þrýstingssárum ofl. Innflutningsaðili er Fastus.

Fulltrúar hjúkrunarheimilanna 15 sem eru Mörk, Grund, Hrafnista Reykjavík, Hrafnista Kópavogi, Skjól, Eir, Hamrar, Sóltún, Seljahlíð, Droplaugarstaðir, Sunnuhlíð, Sólvangur, Ísafold, Skógarbær og Sjálfbjargarheimilið tóku á móti gjafabréfum fyrir lökunum á Ingólfstorgi fyrir framanThorvaldsensbazar Austurstræti 4. Öll lökin eru nú komin í notkun og hefur starfsfólk hjúkrunarheimilanna fengið kennslu í notkun þeirra.Mjög góð reynsla er komin á gagnsemi þeirra.

 

 28A9261Master Turner 3 28A9274

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509