Fréttir

Jólamerki og jólakort 2016 komin í sölu

Jólamerki og jólakort 2016 prýða mynd eftir Gunnellu Ólafsdóttur sem heitir ,,Fjölskyldan á aðventu". 

Örkin af jólamerkjum með 12 merkjum er á 300.- krónur og rennur ágóði til styrktar á lesefni og tækni sem auðveldar heyrnaskertum börnum að læra að lesa og til styrktar börnum með sérþarfir við starfsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti.

 

Jólamerki Thorvaldsens 2016

 

Pakkinn af jólakortum með 10 stykkjum kostar 1500.- krónur og rennur ágóði til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Sala fer fram á Thorvaldsensbazar og hjá félagskonum.

 

Jolakort 2016

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509