Fréttir

Gáfu hjól til að hjóla með þá sem ekki geta hjólað sjálfir

Thorvaldsenskonur færðu verkefninu Hjólað óháð aldri farþegahjól í dag. Afhendingin fór fram fyrir utan Thorvaldsensbazar við jólaljósadýrðina á Ingólfstorgi. Sjálfboðaliðar geta fengið lánað til að hjóla með vini og vanda­menn sem ekki geta hjólað fyr­ir eig­in afli.

Anna Birna Jens­dótt­ir, formaður Thor­vald­sen­fé­lags­ins af­henti Sesselju Trausta­dótt­ur, frá Hjólað óháð aldri, gjöf­ina á Ing­ólf­s­torgi.

Sérstaða þessa hjóls er að það verður öll­um aðgengi­legt og opið til notk­un­ar. Það fer ekki á eitt ákveðið hjúkr­un­ar­heim­ili, líkt og þau 10 hjól sem þegar eru til á land­inu, held­ur get­ur al­menn­ing­ur fengið það lánað til að hjóla með vini og vanda­menn. Hjólað óháð aldri varð til í Kaup­manna­höfn fyr­ir 3 árum og er hug­mynd­in með hjól­un­um að rjúfa ein­angr­un íbúa hjúkr­un­ar­heim­ila og skapa tæki­færi til sam­veru og nota­legra ferðalaga um nærsam­fé­lag íbú­anna. Nú er verkefnið starfrækt í 27 löndum.

Hjóla­færni á Íslandi hef­ur hlúð að inn­leiðingu Hjólað óháð aldri á Íslandi í sam­starfi við starfs­menn og vel­unn­ara hjúkr­un­ar­heim­ila um allt land.

 

hjol

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509