Fréttir

Heilsuskóli Barnaspítala Lsh fékk 1,2 milljónir

Thorvaldsensfélagið hefur verið bakhjarl Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins um árabil og hefur Barnauppeldissjóður stutt dyggilega við meðferðarverkefni teyma sem vinna gegn offitu barna. Á félagsfundi 13. febrúar færðu Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins og Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Barnauppeldissjóð þeim Önnu Sigríði Ólafsdóttur næringarfræðingi og Ragnari Bjarnasyni yfirlækni 1,2 milljón króna styrk til áframhaldandi verkefna. Anna Sigríður og Ragnar fræddu félagskonur um framgang verkefnanna.

Heilsuskolinn 1

 

 

 

 

Heilsuskolinn3Heilsuskolinn 2

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509