Fréttir

Sjúklingalyftarar gefnir á röntgendeildir Landspítala

Þann 21.mars gaf Thorvaldsensfélagið röntgendeild Landspítalans tvo sjúklingalyftara sem verða staðsettir á deildinni á Hringbraut og í Fossvogi. Er þetta kærkomin gjöf sem mun auðvelda geislafræðingum vinnu sína þegar um ræðir þunga sjúklinga eða sjúklinga sem hafa ekki getu til að færa sig sjálfir yfir á rannsóknarbekkinn. Deildin er afar þakklát félaginu og er það von Thorvaldsenskvenna að hún komin sjúklingum og starfsfólki að góðum notum.


Lyftarar á röntgen

 

Á myndinni eru Steinunn Erla Thorlacius aðstoðardeildarstjóri röntgendeildar ásamt Thorvaldsenskonunum Júlíönu Sigurveigu Guðjónsdóttur, Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur, Hönnu Dóru Þórisdóttur og Önnu Birnu Jensdóttur formanni.

 

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509