Fréttir

Tvær milljónir í Thorvaldsenssjóðinn

Á aðalfundi Thorvaldsensfélagsins 16. maí 2017 afhentu þær Anna Birna Jensdóttir formaður félagsins og Kristín R.B. Fjólmundsdóttir formaður kortasjóðs félagsins 2 milljónir króna í Thorvaldsenssjóðinn. Elísabet Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum tók á móti styrknum, en Thorvaldsenssjóðurinn var stofnaður af Thorvaldsenskonum með 10 milljón króna stofnframlagi. Sjóðurinn er til styrktar málefnum sykursjúkra barna og unglinga og er í umsjá sérstakrar stjórnar á Landspítalanum. Ágóði af sölu jólakorta Thorvaldsensfélagsins hefur í áraraðir runnið í sjóðinn.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509