Fréttir

Styrkur til Samskiptamiðstöðvar heyrnaskertra og heyrnarlausra barna

barnaquppsj

Stjórn Barnauppeldisssjóðs Th þær Dröfn S.Farestveit formaður, Jóhanna Sæmundsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Dóra Garðarsdóttir og Vigdís Þórarinsdóttir og Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins heimsóttu Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra barna 21. mars. Þar tók á móti Thorvaldsenskonum Árný Guðmundsdóttir. Tilefni heimsóknarinnar var afhending styrks til verkefnisins Gaman saman. Á undanförnum árum hafa Thorvaldsenfélagskonur gefið I-pada og lyklaborð auk barnabóka. Nú var gefið til viðbótar 6 I-padar (spjaldatölvur), spil og styrkur til þýðingar á barnabókum yfir á íslenskt táknmál ÍTM.

Gaman saman verkefnið er sniðið að þörfum döff  (fólk sem á ÍTM sem móðurmál) barna, þar sem þau hittast á SHH einu sinni í viku, eru í kennslu, vinna verkefni og eiga í samskiptum á ÍTM undir stjórn döff kennara.

Á SHH hefur verið unnið að þýðingum á ÍTM á ýmis konar bókum sem eru nýttar til kennslu og settar inn á I-pada barnanna. Þannig geta þau lesið heima og sýnt foreldrum sínum það efni sem þau vinna með hér á miðvikudögum, I-padarnir nýtast því einstaklega vel.

Spilin nýtast í vinnu með börnunum því þau eru góður grunnur til samskipta og málörvunar. Þýðingarstyrkurinn kemur einnig að góðum notum. Nokkrar barnabækur verða þýddar á ÍTM og afrit af þeim myndbödnum verða hlaðin inn á I-pada barnanna.  

Það var sérstaklega ánægjulegt að að hitta börnin með kennara sínum og heyra frá þeim hversu gagnlegar gjafirnar hafa reynst.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509