Fréttir

Jólakort og jólamerki 2018

Jólakort

Jólakort Thorvaldsensfélagsins 2018 er með mynd eftir Kolbrúnu Kjarval. Pakkinn með 10 kortum kostar 1.500.- og eru þau seld til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum.Jólamerki Barnauppeldissjóðs 2018 ber sömu mynd og rennur ágóði af sölu þetta árið til Rjóðursins til kaupa á höggbylgjutæki. Rjóðrið er hjúkrunar- hvíldar og endurhæfingarheimili fyrir langveik fötluð börn. Örk með 12 merkjum kostar aðeins 300 krónur. Jólakort og jólamerkin fást hjá félagskonum og á Thorvaldsensbazar, Austurstræti 4.

jólamerki

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509