Fréttir

Höggbylgjutæki gefið í Rjóðrið

horvaldsenskonur færðu Rjóðrinu höggbylgjutæki að gjöf að verðmæti 2,1 milljónir króna þann 18. desember. Ágóði af sölu jólamerkis Barnauppeldissjóðs 2018 fjármagnaði verkefnið. 

Rjóðrið er hjúkrunar-hvíldar og endurhæfingarheimili fyrir langveik fötluð börn starfa þau innan Landspítalans. Þar fá börn og unglingar alhliða hæfingar- og endurhæfingarþjónustu..

Höggbylgjumeðferðin er notuð í meðferð langveikra barna og ungmenna sem glíma við svo kallað “spastistet”. Þetta á einkum við um einstaklinga með ákominn heilaskaða af völdum sjúkdóma eða slysa. Árangur meðferðarinnar lýsir sér m.a.í bertri líðan, minna “spastistets”,meiri liðleika og mýkt, minni sársauka og meiri virkni. Á myndinni eru Thorvaldsenskonur ásamt Guðrúnu hjúkrunarstjóra og Guðnýju sjúkraþjálfara þegar tækið var afhent.

20181218 120843 3

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509