Fréttir

Reykjavíkurmaraþon 2016

Tveir hlauparar hlaupa fyrir Thorvaldsensfélagið í ár. Það eru Samúel Orri Stefánsson og Inga Björk Guðmundsdóttir. Velunnarar félagsins og vinir eru hvött til að hvetja þau til dáða og heita á þau á 

www.halupastyrkur.is

Nánar: Reykjavíkurmaraþon 2016

Tvær milljónir gefnar til sykursjúkra barna og unglinga

Á aðalfundi félagsins í maí afhentu Thorvaldsenskonur 2 milljónir í Thorvaldsenssjóðinn. Ragnar Bjarnason læknir tók á móti framlaginu. Sjóðurinn styrkir starf í þágu sykursjúkra barna og unglinga.

Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra barna fengu spjaldtölvur

Á fundi Thorvaldsensfélagsins nýlega voru afhentar spjaldtölvur að gjöf til Samskiptamiðstöðar heyrnarskertra og heyrnarlausra til notkunar fyrir heyrnarskert börn. Andvirði gjafarinnar nemur rúmlega einni milljón. Thorvaldsenskonur þakkar öllum sem styrktu Barnauppeldissjóð félagsins með framlögum og keyptu jólamerkið 2015, sem gerði síðan félaginu kleift að legga þessu góða málefni lið. Frétt af styrkveitingunni birtist í Morgunblaðinu 5. apríl síðastliðinn.

 

Spjaldtölvur

Thorvaldsensfélagið tilnefnt til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Thorvaldsensfélagið var eitt af þremur félagasamtökum sem tilnefnt var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2016. Hin voru Frú Ragnheiður og Ljósið sem síðan hlaut verðlaunin. Thorvaldsensfélagið þakkar heiðurinn en um 300 tillögur bárust til dómnefndar. Hér eru nokkrar félagskonur með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands við afhendinga á Hótel Natura þann 17.mars.20160317 144048

Ein milljón til að styðja konur til náms

Afhending styrkja IMG 3684

 

 

 Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins 5. mars s.l. afhenti Anna Birna Jensdóttir formaður hálfa milljón króna til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík og hálfa milljón króna til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Á myndinni frá vinstri  eru Ingjbjörg Ragnar formaður BKR, Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509