Fréttir

Ein milljón til að styðja konur til náms

Afhending styrkja IMG 3684

 

 

 Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins 5. mars s.l. afhenti Anna Birna Jensdóttir formaður hálfa milljón króna til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík og hálfa milljón króna til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Á myndinni frá vinstri  eru Ingjbjörg Ragnar formaður BKR, Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins.

Afmælisrit Thorvaldsensfélagið 140 ára

Í tilefni af 140 ára afmæli Thorvaldsensfélagsins sem stofnað var 19. nóvember 1875 gefur félagið út afmælisritið ,,Thorvaldsensfélagið 140 ára 1875-2015" Vefútgáfa Thorvaldsensfélagið 140 ára 

Í ritinu er að finna fréttir af þeim góðgerðarmálum sem félagskonur hafa styrkt á undanförnum árum og ýmsan fróðleik tengdum félaginu. Thorvaldsensfélagið þakkar öllum þeim sem lagt hafa af mörkum og styrkt hafa starf félagsins öll þessi ár.

Jólamerki Barnauppeldissjóðs 2015

Jólamerki 2015Frá árinu 1913 hefur Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins gefið út jólamerki og alla tíð hefur ágóðinn af sölu þeirra runnið óskertur til líknarmála, aðallega til barna. Í ár er ákveðið að ágóði af sölu jólamerkjanna renni til að auðvelda heyrnarskertum og heyrnarlausum börnum til að læra táknmál með spjaldtölvum.

Jólamerkið í ár prýðir mynd eftir Maríu S. Kjarval, listmálara, og nefnist hún Móðir jörð.Ein örk með 12 merkjum kostar aðeins kr. 300.-

Jólakort 2015 Móðir jörð

jolakort2015-móðir jörð

Kortasjóður  Thorvaldsensfélagsins hefur gefið út jólakort ársins 2015 ,,Móðir jörð". Höfundur er María S. Kjarval. Jólakortin eru til sölu á Thorvaldsensbazar Austurstræti 4, hjá félagskonum og á Barnaspítala Hringsins. Ágóði af sölu jólakortanna rennur til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum.

 

 

Ómhaus á fósturgreiningartæki

Thorvaldsensfélagið gefur nýjan ómhaus við fósturgreiningartæki til Kvennadeildar Landspítala. Kvenfélagið Hringurinn hafði gefið fósturgreiningartækið. Í tilkynningu frá Landspítala segir að gefendunum hafi veirð sýnt tækið í notkun 4. september síðastliðinn og þakkaður hlýhugur fyrir þessar góðu gjafir.
„Sónartæknin á meðgöngu er fyrir löngu orðin hluti af greiningu og jafnvel meðferð á meðgöngu og er samofin mæðravernd, í vissum tilvikum út alla meðgönguna.Tækninni fer sífellt fram og er nú hægt að greina ákveðin frávik frá eðlilegu ferli snemma á meðgöngu sem gerir kleift að bregðast við sérhæfðum vandamálum miklu fyrr en áður. Með nýjum tækjum eykst skerpa og skýrleiki myndanna sem síðan eykur líkur á nákvæmari greiningu,“ segir í tilkynningunni.

 

Nýja ómtækinu fagnað. Margrét I. Hallgrímsson, deildarstjóri fósturgreiningardeildar, Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins, Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins og Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild. - MYND/LANDSPÍTALI

 

Landspitali-omhaus

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509