Fréttir

Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra barna fengu spjaldtölvur

Á fundi Thorvaldsensfélagsins nýlega voru afhentar spjaldtölvur að gjöf til Samskiptamiðstöðar heyrnarskertra og heyrnarlausra til notkunar fyrir heyrnarskert börn. Andvirði gjafarinnar nemur rúmlega einni milljón. Thorvaldsenskonur þakkar öllum sem styrktu Barnauppeldissjóð félagsins með framlögum og keyptu jólamerkið 2015, sem gerði síðan félaginu kleift að legga þessu góða málefni lið. Frétt af styrkveitingunni birtist í Morgunblaðinu 5. apríl síðastliðinn.

 

Spjaldtölvur

Thorvaldsensfélagið tilnefnt til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Thorvaldsensfélagið var eitt af þremur félagasamtökum sem tilnefnt var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2016. Hin voru Frú Ragnheiður og Ljósið sem síðan hlaut verðlaunin. Thorvaldsensfélagið þakkar heiðurinn en um 300 tillögur bárust til dómnefndar. Hér eru nokkrar félagskonur með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands við afhendinga á Hótel Natura þann 17.mars.20160317 144048

Ein milljón til að styðja konur til náms

Afhending styrkja IMG 3684

 

 

 Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins 5. mars s.l. afhenti Anna Birna Jensdóttir formaður hálfa milljón króna til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík og hálfa milljón króna til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Á myndinni frá vinstri  eru Ingjbjörg Ragnar formaður BKR, Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins.

Afmælisrit Thorvaldsensfélagið 140 ára

Í tilefni af 140 ára afmæli Thorvaldsensfélagsins sem stofnað var 19. nóvember 1875 gefur félagið út afmælisritið ,,Thorvaldsensfélagið 140 ára 1875-2015" Vefútgáfa Thorvaldsensfélagið 140 ára 

Í ritinu er að finna fréttir af þeim góðgerðarmálum sem félagskonur hafa styrkt á undanförnum árum og ýmsan fróðleik tengdum félaginu. Thorvaldsensfélagið þakkar öllum þeim sem lagt hafa af mörkum og styrkt hafa starf félagsins öll þessi ár.

Jólamerki Barnauppeldissjóðs 2015

Jólamerki 2015Frá árinu 1913 hefur Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins gefið út jólamerki og alla tíð hefur ágóðinn af sölu þeirra runnið óskertur til líknarmála, aðallega til barna. Í ár er ákveðið að ágóði af sölu jólamerkjanna renni til að auðvelda heyrnarskertum og heyrnarlausum börnum til að læra táknmál með spjaldtölvum.

Jólamerkið í ár prýðir mynd eftir Maríu S. Kjarval, listmálara, og nefnist hún Móðir jörð.Ein örk með 12 merkjum kostar aðeins kr. 300.-

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509