Fréttir

SALA Á MÆÐRABLÓMINU 2015 ER HAFIN !

tulipTulipop hannaði Mæðrablómið í ár, afskaplega fallega lyklakippu sem kostar 2.500 kr. og fæst í eftirtöldum verslunum: Epal (Skeifunni, Kringlunni og Hörpu), Hrím Hönnunarhús (Laugavegi) og Hrím Eldhús, Heimkaup, Penninn Eymundsson (um land allt), N1 (um land allt), Designed in Iceland, Hagkaup (Kringlunni og Garðabæ), Lyfju (Lágmúla, Smáratorgi og Smáralind), Apótekið (Garðatorgi, Spöng, Setbergi) og Thorvaldsenbasar. Sala Mæðrablómsins er fjáröflunarleið fyrir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar en sjóðnum er ætlað að styðja efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hefur Menntunarsjóðurinn aðstoðað yfir 50 konur að stunda nám þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

Klettaskóli fær snertitöflur

Thorvaldsenskonur með skólastjórnendum við snertiföfluna

 

Thorvaldsenskonur heimsóttu Klettakóla um hádegisbil í dag, þriðjudag 24. mars, til þess að kynnast því, hvernig gjafatöflur frá þeim eru nýttar í kennslu. Konurnar gáfu skólanum tvær snertitöflur (Smart- töflur) fyrir nokkru, en Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins mun hafa safnað fyrir töflunum með sölu jólamerkja á aðventunni 2014. Snertitöflurnar bætast við 7 slíkar, sem fyrir eru í skólanum, en þær eru hið mesta þarfaþing og í raun tæknibylting og risastökk frá forverunum, hinum gömlu krítar- og tússtöflum! Meðfylgjandi mynd sýnir félagskonur ásamt skólastjórnendum fyrir framan aðra gjafatöfluna.

 

Thorvaldsenskonur á skólabekk

 

Thorvaldsenskonur á skólabekk, greinilega áhugasamur nemendahópur. 

Nemandi sýndi hvering hún notar töfluna í skólastarfinu.

 

Nemandi sýnir hvernig taflan nýtist í starfi

Thorvaldsensfélagið Kvenfélag ársins 2015

Viðurkenningar 3 640x427Viðurkenningar Bandalags Kvenna í Reykjavík veittar á 99. ársþingi BKR, laugardaginn 7. mars 2015.

KONA ÁRSINS 2015: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrir áralanga baráttu á sviði jafnrétti...smála, m.a. gegn kynbundnu ofbeldi og klámvæðingu.

KVENFÉLAG ÁRSINS 2015: Thorvaldsensfélagið fyrir ómetanlegt starf í þágu barna í 140 ár. Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, tók við viðurkenningunni.

HVATNINGARVIÐURKENNING BKR 2015: Félag fósturforeldra, fyrir starf fósturforeldra um land allt í umönnun barna þegar aðstæður leyfa ekki að börn og unglingar dvelji á heimilum sínum, bæði varanlega eða tímabundið. Guðbergur G. Birkisson, formaður félagsins tók við viðurkenningunni.

Á myndinni er einnig formaður BKR, Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir.

Samfélagsstyrkur Landsbankans

Thorvaldsensfélagið fékk 250 þúsund króna styrk frá Landsbankanum til að gefa  út afmælisrit félagsins í tilefni af 140 ára afmæli þess sem verður 19. nóvember 2015. Á myndinni eru félagskonurnar Þóra Björg Guðmundsdóttir, Sigríður Sigurbergsdóttir, Anna Birna Jensdóttir, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir og Kristín Zoega ásamt Guðrúnu Agnarsdóttur formanni dómnefndar og Steinþóri Pálssyni bankastjóra.  Samfelagsstyrkir LB 6des 2014 - 0112 2

Thorvaldsensfélagið hlaut Bernskugullið 2014

Thorvaldsensfélagið hlaut Bernskugullið 2014 fyrir ómetanlegt hugsjónastarf um áratuga skeið í þágu barna. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn á Dyngjuvegi 18 þann 25.nóvember þegar Marta Sigurðardóttir formaður Bernskunnar (Íslandsdeildar OMEP (Organization Mondiale pour l’Education Préscolaire) afhenti Önnu Birnu Jensdóttur formanni Thorvaldsensfélagsins viðurkenninguna. Þar segir að Bernskugull er veitt einstaklingum, félögum eða stofnunum sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og stuðlað með ýmsum hætti að andlegri og líkamlegri velferð ungra barna. Thorvaldsenskonur þakka heiðurinn sem starfi þeirra er sýndur.

 

Samfelagsstyrkir LB 6des 2014 - 0112 2

 

20141125 16345820141125 163344

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509