Fréttir

2 milljónir til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki

Thor­valds­sens­fé­lagið færði styrkt­ar­sjóði málefna barna og ung­linga með syk­ur­sýki sem ber heitið Thorvaldsenssjóðurinn 2 millj­ón­ir króna að gjöf í til­efni af 20 ára af­mæli göngudeild­ar­ þeirra sem er á Barna­spítala Hrings­ins. Thor­valds­sen­fé­lagið hef­ur und­an­far­in ár styrkt með mynd­ar­leg­um hætti sum­ar­búðastarf fyr­ir börn og ung­linga með syk­ur­sýki. Þá styrkti fé­lagið gerð fræðslu­stutt­mynda um syk­ur­sýki sem er hægt að nálg­ast á vefn­um og hlaða niður í snjallsíma.

Ný­grein­ing­um barna og ung­linga með syk­ur­sýki teg­und 1 fer fjölg­andi.  Flók­in meðferð krefst mik­ils af börn­un­um og fjöl­skyld­um þeirra. Á göngu­deild barna starfar þverfag­legt teymi sem veit­ir fjöl­skyld­um barna með syk­ur­sýki margþætta aðstoð í formi fræðslu, ráðgjaf­ar og sál­fé­lags­legs stuðnings.

Föstu­dag­inn 14. nóv­em­ber, á alþjóðleg­um degi syk­ur­sýki, var haldið upp á 20 ára af­mæli göngu­deild­ar barna og ung­linga með syk­ur­sýki. Efnt var til hátíðardag­skrár í Hringsal. Árni V. Þórs­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir, sagði frá til­urð og stofn­un göngu­deild­ar­inn­ar, Elísa­bet Kon­ráðsdótt­ir sér­fræðing­ur í barna­hjúkr­un greindi frá nú­ver­andi starf­semi og Soffía G. Jón­as­dótt­ir, sér­fræðing­ur í innkirtla­lækn­ing­um, flutti er­indi um nýj­ung­ar í meðferð. Þá sagði móðir barns með syk­ur­sýki frá sinni upp­lif­un í er­indi sem hún nefndi „Svamlað í djúpu laug­inni, sýn móður barns með syk­ur­sýki“.

 Gjöf í Thorvaldsenssjodinn

Á myndinni sést Kristín Fjólmundsdóttir formaður Kortasjóðs Thorvaldsensfélagsins afhenda Árna Þórssyni sem situr í stjórn Thorvaldsenssjóðsins styrkinn. Allur ágóði af sölu jólakorta félagsins er til styrktar málefna barna og unglinga með sykursýki.

Jólakort 2014

Kortasjóður  Thorvaldsensfélagsins hefur gefið út jólakort ársins 2014 ,,Jólaævintýri". Höfundur er Hólmfríður Valdimarsdóttir grafískur hönnuður. Jólakortin eru til sölu á Thorvaldsensbazar Austurstræti 4 og hjá félagskonum.

Jólakort 2014

Thorvaldsensfélagið styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, afhenti í dag styrk félagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna að upphæð 500.000 kr. Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd stjórnar Starfsmenntunarsjóðsins.

starfsmennt

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar og styrkja þannig stöðu sína á atvinnumarkaði. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Æfingabekkur gefin á Grund

Thorvaldsensfélagið afhenti nýlega hjúkrunarheimilinu Grund æfingabekk fyrir sjúkraþjálfun heimilisins.
Bekkurinn mun bæði auðvelda heimilisfólki að komast á hann þar sem hann má lækka og hækka og létta starfsfólki störf sín í sjúkraþjálfun Grundar.

bekkur

Talið frá vinstri Aðalheiður Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari, síðan Thorvaldsenskonurnar þær Sigríður Brynjólfsdóttir, Sigríður Sigurbergsdóttir, Dagný Gísladóttir, Lára Margrét Gísladóttir, Anna Birna Jensdóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Kristín Zoëga og síðan forstjóri Grundar Guðrún Birna Gísladóttir

Reykjadalur fær eina og hálfa milljón

ReykjadalurThorvaldsenskonur afhendu í gær sumarbúðunum í Reykjadal peningagjöf að upphæð kr. 1.500.0000 til styrktar starfseminni. Peningarnir eru afrakstur sölu jólamerkis félagsins en það var selt í hundraðasta sinn síðustu jól.Barnauppeldissjóður Thorvaldsenfélagsins hefur gefið út jólamerki fyrir hver jól frá árinu 1913. Merkin eru myndskreytt af mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar en ágóðann hefur félagið gefið til góðgerðarmála í þágu barna. Ágóðinn af sölu ársins 2013 rann að þessu sinni til sumarbúðanna í Reykjadal sem reknar eru af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.

Á myndinni eru félagskonur ásamt Vilmundi Gíslasyni og konum úr fulltrúaráði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Thorvaldsensfélagið þakkar öllum þeim sem keyptu jólamerki og lögðu þar með að mörkum til að hægt væri að færa Reykjadal þessa veglegu gjöf.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509