Fréttir

Heilsuskóli Barnaspítalans fær 1,6 milljón

Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins þann 10. febrúar afhenti Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Barnauppeldissjóðs Heilsuskóla Barnaspítala Landspítalans 1,6 milljón króna styrk. Barnauppeldissjóður hefur styrkt starfsemi meðferðateymis offeitra barna á undanförnum árum. Að þessu sinni verður styrknum varið til að ljúka við gerð fræðsluefnis og tryggja að íþróttafæðingur í hlutastarfi verði áfram hluti af teyminu. Þau Ragnar Bjarnason læknir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur tóku á móti styrknum og sögðu félagskonum frá framvindu og árangri starfsins um leið og þau lögðu áherslu á hve mikilvægur stuðningur Thorvaldsensfélagsins hefði verið við stofnun teymisins og það starf sem fer fram í heilsuskólanum.

Kveðja frá Frímerkjablaðinu

Frímerkjablaðið

Ný sýning í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

2008-hatidNý sýning verður opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðunni föstudaginn 29. desember. Á jólasýningu safnsins má sjá úrval jólamerkja Barnauppeldissjóðs Thorvaldsenfélagsins, en 100 ár eru frá því félagið gaf út fyrsta jólamerkið til styrktar góðu málefni. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa ljáð félaginu mynd til að prýða merki félagsins og er úrvalið á sýningunni fjölbreytt. Jólamerkið í ár er hannað af Baltasar Samper og ber heitið Tré Jesaja. Ágóði af sölu merkisins í ár rennur til Reykjadals.

Thorvaldsensfélagið 138 ára

Thorvaldsensfélagið fagnar 138 ára starfsafmæli sínu í dag með afmælisfagnaði á Hótel Natura, Víkingasal í kvöld.

Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins í 100 ár

Velkomin á sýningu Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins ,,Jólamerki í 100 ár 1913—2013". Sýnd eru 100 merki og fjöldi frummynda eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar. Sala er á jólamerkjum og kortum til góðgerðarmála í þágu barna.Sýningin er í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 5. og 6. október 2013 og er opin milli kl. 12:00—18:00

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509