Fréttir

Mæðrablómið 2014

Í tilefni af mæðradeginum verður mæðrablómið - falleg rós - selt um helgina 10. og 11. maí í Kringlunni. Blómasalan er til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Menntunarsjóðurinn var stofnaður árið 2012... og hefur það að markmiði að styrkja efnalitlar konur til náms. Sjóðurinn aflar sér fjár með því að selja mæðradagsblóm sem og að leita styrkja hjá stofnunun og fyrirtækjum. Margir hafa brugðist mjög vel við ekki síst Íslenskir blómabændur og Blómaval, en hluti af mæðradagsblómvendi þeirra rennur til Menntunarsjóðsins. Frá stofnun hefur sjóðurinn styrkt rúmlega 20 konur til margs konar náms og á næstunni verður auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir næsta skólaár. Thorvaldsensfélagið er eitt af kvenfélögunum sem standa að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og eru félagskonur Th í stjórn nefndarinnar og Menntunarsjóðsins.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar

Laser tæki gefið á Mörk

 

Thorvaldsenskonur færðu hjúkrunarheimilinu Mörk Power laser tæki sem notað verður í sjúkraþjálfun Markar. Við afhendingu tækisins sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar að laser tækið myndi koma sér afskaplega vel í sjúkraþjálfun Markar og þakkaði innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem henni fylgir. Hann benti á að þetta væri ekki fyrsta gjöfin sem heimilið tæki á móti frá Thorvaldsensfélaginu því áður hefði það gefið til heimilisins blöðruómsjártæki. Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélgsins afhenti Gunni Róbertsdóttur sjúkraþjálfara og Ragnhildi G. Hjartardóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar tækið.

 

gsli

 

 

 

 

Heilsuskóli Barnaspítalans fær 1,6 milljón

Á félagsfundi Thorvaldsensfélagsins þann 10. febrúar afhenti Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Barnauppeldissjóðs Heilsuskóla Barnaspítala Landspítalans 1,6 milljón króna styrk. Barnauppeldissjóður hefur styrkt starfsemi meðferðateymis offeitra barna á undanförnum árum. Að þessu sinni verður styrknum varið til að ljúka við gerð fræðsluefnis og tryggja að íþróttafæðingur í hlutastarfi verði áfram hluti af teyminu. Þau Ragnar Bjarnason læknir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur tóku á móti styrknum og sögðu félagskonum frá framvindu og árangri starfsins um leið og þau lögðu áherslu á hve mikilvægur stuðningur Thorvaldsensfélagsins hefði verið við stofnun teymisins og það starf sem fer fram í heilsuskólanum.

Kveðja frá Frímerkjablaðinu

Frímerkjablaðið

Ný sýning í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

2008-hatidNý sýning verður opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðunni föstudaginn 29. desember. Á jólasýningu safnsins má sjá úrval jólamerkja Barnauppeldissjóðs Thorvaldsenfélagsins, en 100 ár eru frá því félagið gaf út fyrsta jólamerkið til styrktar góðu málefni. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa ljáð félaginu mynd til að prýða merki félagsins og er úrvalið á sýningunni fjölbreytt. Jólamerkið í ár er hannað af Baltasar Samper og ber heitið Tré Jesaja. Ágóði af sölu merkisins í ár rennur til Reykjadals.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509