Fréttir

Thorvaldsensfélagið styrkir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna

Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, afhenti í dag styrk félagsins til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna að upphæð 500.000 kr. Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd stjórnar Starfsmenntunarsjóðsins.

starfsmennt

BKR stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar og styrkja þannig stöðu sína á atvinnumarkaði. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.

Æfingabekkur gefin á Grund

Thorvaldsensfélagið afhenti nýlega hjúkrunarheimilinu Grund æfingabekk fyrir sjúkraþjálfun heimilisins.
Bekkurinn mun bæði auðvelda heimilisfólki að komast á hann þar sem hann má lækka og hækka og létta starfsfólki störf sín í sjúkraþjálfun Grundar.

bekkur

Talið frá vinstri Aðalheiður Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari, síðan Thorvaldsenskonurnar þær Sigríður Brynjólfsdóttir, Sigríður Sigurbergsdóttir, Dagný Gísladóttir, Lára Margrét Gísladóttir, Anna Birna Jensdóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Kristín Zoëga og síðan forstjóri Grundar Guðrún Birna Gísladóttir

Reykjadalur fær eina og hálfa milljón

ReykjadalurThorvaldsenskonur afhendu í gær sumarbúðunum í Reykjadal peningagjöf að upphæð kr. 1.500.0000 til styrktar starfseminni. Peningarnir eru afrakstur sölu jólamerkis félagsins en það var selt í hundraðasta sinn síðustu jól.Barnauppeldissjóður Thorvaldsenfélagsins hefur gefið út jólamerki fyrir hver jól frá árinu 1913. Merkin eru myndskreytt af mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar en ágóðann hefur félagið gefið til góðgerðarmála í þágu barna. Ágóðinn af sölu ársins 2013 rann að þessu sinni til sumarbúðanna í Reykjadal sem reknar eru af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.

Á myndinni eru félagskonur ásamt Vilmundi Gíslasyni og konum úr fulltrúaráði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Thorvaldsensfélagið þakkar öllum þeim sem keyptu jólamerki og lögðu þar með að mörkum til að hægt væri að færa Reykjadal þessa veglegu gjöf.

Hálf milljón til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar

IMAG0901Á aðalfundi Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þann 2. júní færði Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins þeim Önnu H. Pétursdóttur gjaldkera Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar og Ragnhildi G. Guðmundsdóttur formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hálfa milljón króna framlag í sjóðinn.Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að
þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi.

 

Mæðrablómið 2014

Í tilefni af mæðradeginum verður mæðrablómið - falleg rós - selt um helgina 10. og 11. maí í Kringlunni. Blómasalan er til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Menntunarsjóðurinn var stofnaður árið 2012... og hefur það að markmiði að styrkja efnalitlar konur til náms. Sjóðurinn aflar sér fjár með því að selja mæðradagsblóm sem og að leita styrkja hjá stofnunun og fyrirtækjum. Margir hafa brugðist mjög vel við ekki síst Íslenskir blómabændur og Blómaval, en hluti af mæðradagsblómvendi þeirra rennur til Menntunarsjóðsins. Frá stofnun hefur sjóðurinn styrkt rúmlega 20 konur til margs konar náms og á næstunni verður auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir næsta skólaár. Thorvaldsensfélagið er eitt af kvenfélögunum sem standa að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og eru félagskonur Th í stjórn nefndarinnar og Menntunarsjóðsins.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509