Fréttir

Jólamerki og jólakort 2016 komin í sölu

Jólamerki og jólakort 2016 prýða mynd eftir Gunnellu Ólafsdóttur sem heitir ,,Fjölskyldan á aðventu". 

Örkin af jólamerkjum með 12 merkjum er á 300.- krónur og rennur ágóði til styrktar á lesefni og tækni sem auðveldar heyrnaskertum börnum að læra að lesa og til styrktar börnum með sérþarfir við starfsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti.

 

Jólamerki Thorvaldsens 2016

 

Pakkinn af jólakortum með 10 stykkjum kostar 1500.- krónur og rennur ágóði til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Sala fer fram á Thorvaldsensbazar og hjá félagskonum.

 

Jolakort 2016

Snúningslök gefin hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu

Miðvikudaginn 1. júní fagnaði verslunin Thorvaldsensbazar 115 ára afmæli sínu. Thorvaldsenskonur opnuðu bazarinn 1. júní 1901 og hafa rekið hann allar götu síðan. Allur ágóði af sölu bazarsins við Austurstræti 4 rennur til góðgerðamála og afhenti Thorvaldsensfélagið 15 hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu Master turner snúningslök sem er nýjung í velferðartækni að gjöf í tilefni dagsins. Master Turner er dönsk uppgötvun í formi laka sem umbyltir umönnun í rúmi.  Lökin létta verulega á umönnunaraðilum hreyfiskertra, auðvelda mikið hreyfiskertum einstaklingum að bylta sér í rúmi og minnka líkur á þrýstingssárum ofl. Innflutningsaðili er Fastus.

Fulltrúar hjúkrunarheimilanna 15 sem eru Mörk, Grund, Hrafnista Reykjavík, Hrafnista Kópavogi, Skjól, Eir, Hamrar, Sóltún, Seljahlíð, Droplaugarstaðir, Sunnuhlíð, Sólvangur, Ísafold, Skógarbær og Sjálfbjargarheimilið tóku á móti gjafabréfum fyrir lökunum á Ingólfstorgi fyrir framanThorvaldsensbazar Austurstræti 4. Öll lökin eru nú komin í notkun og hefur starfsfólk hjúkrunarheimilanna fengið kennslu í notkun þeirra.Mjög góð reynsla er komin á gagnsemi þeirra.

 

 28A9261Master Turner 3 28A9274

Reykjavíkurmaraþon 2016

Tveir hlauparar hlaupa fyrir Thorvaldsensfélagið í ár. Það eru Samúel Orri Stefánsson og Inga Björk Guðmundsdóttir. Velunnarar félagsins og vinir eru hvött til að hvetja þau til dáða og heita á þau á 

www.halupastyrkur.is

Nánar: Reykjavíkurmaraþon 2016

Tvær milljónir gefnar til sykursjúkra barna og unglinga

Á aðalfundi félagsins í maí afhentu Thorvaldsenskonur 2 milljónir í Thorvaldsenssjóðinn. Ragnar Bjarnason læknir tók á móti framlaginu. Sjóðurinn styrkir starf í þágu sykursjúkra barna og unglinga.

Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra barna fengu spjaldtölvur

Á fundi Thorvaldsensfélagsins nýlega voru afhentar spjaldtölvur að gjöf til Samskiptamiðstöðar heyrnarskertra og heyrnarlausra til notkunar fyrir heyrnarskert börn. Andvirði gjafarinnar nemur rúmlega einni milljón. Thorvaldsenskonur þakkar öllum sem styrktu Barnauppeldissjóð félagsins með framlögum og keyptu jólamerkið 2015, sem gerði síðan félaginu kleift að legga þessu góða málefni lið. Frétt af styrkveitingunni birtist í Morgunblaðinu 5. apríl síðastliðinn.

 

Spjaldtölvur

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509