Fréttir

Konur og heilbrigði. Fundur BKR á aldarafmæli

konur og heilbrigði

1 milljón til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna hjá BKR

Á aldarafmæli Bandalags kvenna í Reykjavík 30. maí 2017 færði Thorvaldsensfélagið Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna að gjöf eina milljón króna. Bandalagið þakkar kærlega fyrir. Á myndinni eru Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins og Fanney Úlfljótsdóttir formaður BKR.

BKR 100 ára

Tvær milljónir í Thorvaldsenssjóðinn

Á aðalfundi Thorvaldsensfélagsins 16. maí 2017 afhentu þær Anna Birna Jensdóttir formaður félagsins og Kristín R.B. Fjólmundsdóttir formaður kortasjóðs félagsins 2 milljónir króna í Thorvaldsenssjóðinn. Elísabet Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum tók á móti styrknum, en Thorvaldsenssjóðurinn var stofnaður af Thorvaldsenskonum með 10 milljón króna stofnframlagi. Sjóðurinn er til styrktar málefnum sykursjúkra barna og unglinga og er í umsjá sérstakrar stjórnar á Landspítalanum. Ágóði af sölu jólakorta Thorvaldsensfélagsins hefur í áraraðir runnið í sjóðinn.

Sjúklingalyftarar gefnir á röntgendeildir Landspítala

Þann 21.mars gaf Thorvaldsensfélagið röntgendeild Landspítalans tvo sjúklingalyftara sem verða staðsettir á deildinni á Hringbraut og í Fossvogi. Er þetta kærkomin gjöf sem mun auðvelda geislafræðingum vinnu sína þegar um ræðir þunga sjúklinga eða sjúklinga sem hafa ekki getu til að færa sig sjálfir yfir á rannsóknarbekkinn. Deildin er afar þakklát félaginu og er það von Thorvaldsenskvenna að hún komin sjúklingum og starfsfólki að góðum notum.


Lyftarar á röntgen

 

Á myndinni eru Steinunn Erla Thorlacius aðstoðardeildarstjóri röntgendeildar ásamt Thorvaldsenskonunum Júlíönu Sigurveigu Guðjónsdóttur, Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur, Hönnu Dóru Þórisdóttur og Önnu Birnu Jensdóttur formanni.

 

Heilsuskóli Barnaspítala Lsh fékk 1,2 milljónir

Thorvaldsensfélagið hefur verið bakhjarl Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins um árabil og hefur Barnauppeldissjóður stutt dyggilega við meðferðarverkefni teyma sem vinna gegn offitu barna. Á félagsfundi 13. febrúar færðu Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins og Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Barnauppeldissjóð þeim Önnu Sigríði Ólafsdóttur næringarfræðingi og Ragnari Bjarnasyni yfirlækni 1,2 milljón króna styrk til áframhaldandi verkefna. Anna Sigríður og Ragnar fræddu félagskonur um framgang verkefnanna.

Heilsuskolinn 1

 

 

 

 

Heilsuskolinn3Heilsuskolinn 2

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509