Fréttir

Tvær milljónir í Thorvaldsenssjóðinn

Á aðalfundi Thorvaldsensfélagsins 16. maí 2017 afhentu þær Anna Birna Jensdóttir formaður félagsins og Kristín R.B. Fjólmundsdóttir formaður kortasjóðs félagsins 2 milljónir króna í Thorvaldsenssjóðinn. Elísabet Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum tók á móti styrknum, en Thorvaldsenssjóðurinn var stofnaður af Thorvaldsenskonum með 10 milljón króna stofnframlagi. Sjóðurinn er til styrktar málefnum sykursjúkra barna og unglinga og er í umsjá sérstakrar stjórnar á Landspítalanum. Ágóði af sölu jólakorta Thorvaldsensfélagsins hefur í áraraðir runnið í sjóðinn.

Sjúklingalyftarar gefnir á röntgendeildir Landspítala

Þann 21.mars gaf Thorvaldsensfélagið röntgendeild Landspítalans tvo sjúklingalyftara sem verða staðsettir á deildinni á Hringbraut og í Fossvogi. Er þetta kærkomin gjöf sem mun auðvelda geislafræðingum vinnu sína þegar um ræðir þunga sjúklinga eða sjúklinga sem hafa ekki getu til að færa sig sjálfir yfir á rannsóknarbekkinn. Deildin er afar þakklát félaginu og er það von Thorvaldsenskvenna að hún komin sjúklingum og starfsfólki að góðum notum.


Lyftarar á röntgen

 

Á myndinni eru Steinunn Erla Thorlacius aðstoðardeildarstjóri röntgendeildar ásamt Thorvaldsenskonunum Júlíönu Sigurveigu Guðjónsdóttur, Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur, Hönnu Dóru Þórisdóttur og Önnu Birnu Jensdóttur formanni.

 

Heilsuskóli Barnaspítala Lsh fékk 1,2 milljónir

Thorvaldsensfélagið hefur verið bakhjarl Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins um árabil og hefur Barnauppeldissjóður stutt dyggilega við meðferðarverkefni teyma sem vinna gegn offitu barna. Á félagsfundi 13. febrúar færðu Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins og Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Barnauppeldissjóð þeim Önnu Sigríði Ólafsdóttur næringarfræðingi og Ragnari Bjarnasyni yfirlækni 1,2 milljón króna styrk til áframhaldandi verkefna. Anna Sigríður og Ragnar fræddu félagskonur um framgang verkefnanna.

Heilsuskolinn 1

 

 

 

 

Heilsuskolinn3Heilsuskolinn 2

Gáfu hjól til að hjóla með þá sem ekki geta hjólað sjálfir

Thorvaldsenskonur færðu verkefninu Hjólað óháð aldri farþegahjól í dag. Afhendingin fór fram fyrir utan Thorvaldsensbazar við jólaljósadýrðina á Ingólfstorgi. Sjálfboðaliðar geta fengið lánað til að hjóla með vini og vanda­menn sem ekki geta hjólað fyr­ir eig­in afli.

Anna Birna Jens­dótt­ir, formaður Thor­vald­sen­fé­lags­ins af­henti Sesselju Trausta­dótt­ur, frá Hjólað óháð aldri, gjöf­ina á Ing­ólf­s­torgi.

Sérstaða þessa hjóls er að það verður öll­um aðgengi­legt og opið til notk­un­ar. Það fer ekki á eitt ákveðið hjúkr­un­ar­heim­ili, líkt og þau 10 hjól sem þegar eru til á land­inu, held­ur get­ur al­menn­ing­ur fengið það lánað til að hjóla með vini og vanda­menn. Hjólað óháð aldri varð til í Kaup­manna­höfn fyr­ir 3 árum og er hug­mynd­in með hjól­un­um að rjúfa ein­angr­un íbúa hjúkr­un­ar­heim­ila og skapa tæki­færi til sam­veru og nota­legra ferðalaga um nærsam­fé­lag íbú­anna. Nú er verkefnið starfrækt í 27 löndum.

Hjóla­færni á Íslandi hef­ur hlúð að inn­leiðingu Hjólað óháð aldri á Íslandi í sam­starfi við starfs­menn og vel­unn­ara hjúkr­un­ar­heim­ila um allt land.

 

hjol

Jólamerki og jólakort 2016 komin í sölu

Jólamerki og jólakort 2016 prýða mynd eftir Gunnellu Ólafsdóttur sem heitir ,,Fjölskyldan á aðventu". 

Örkin af jólamerkjum með 12 merkjum er á 300.- krónur og rennur ágóði til styrktar á lesefni og tækni sem auðveldar heyrnaskertum börnum að læra að lesa og til styrktar börnum með sérþarfir við starfsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti.

 

Jólamerki Thorvaldsens 2016

 

Pakkinn af jólakortum með 10 stykkjum kostar 1500.- krónur og rennur ágóði til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Sala fer fram á Thorvaldsensbazar og hjá félagskonum.

 

Jolakort 2016

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509