1913 - 1920

1916 - Stúlka og áletrunin Ísland

1916-stulka

Áletrun: Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfjelagsins 1916


Listam: Ríkharður Jónsson


Fj. í örk: 8


Í eigu: Thorvaldsensfélagsin


Vörulýsing:


Ríkharður Jónsson (1888-1977) listamaður stundaði myndlistar- og dráttlistanám hjá Stefáni Eiríkssyni og Þórarni B.Þorlákssyni litmálara. Hann lauk 1908 fyrstur manna á Íslandi sveinsprófi í myndskurði. Ríkharður stundaði listnám í Kaupmannahöfn og hjá Einari Jónssyni og myndhöggvaranám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann var mjög afkastamikill listamaður og mótaði andlitsmyndir og legsteinsmyndir og ótal myndskurðverk í fjölmörgum kirkjum. Hann gaf Thorvaldsensfélaginu eirstyttu af stúlku í íslensku búningi árið 1960 sem þakklætisvott fyrir það árið 1905 keypti félagið af honum mikið af smíðisgripum úr tálgusteini sem síðan var selt á Bazarnum. En það varð til þess að hann gat farið til náms erlendis.

 

Heimildaskrá:


Jón Guðmundsson. (1970). Íslenskir samtíðarmenn, 3. Tekið saman af Jóni Guðnasyni og Pétri Haraldssyni. Reykjavík : Bókaútgáfan Samtíðarmenn, s.171.

 

Thorvaldsensfélagið 100 ára : afmælisrit 1875-1975. (1980) Knútur Arngrímsson og Gunnar M. Magnúss tók saman. Reykjavík : Thorvaldsensfélagið, s.96-97.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509