Áletrun: Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins 1925
Listam: Ásgrímur Jónsson
Fj. í örk: 15 Stærð myndar: 33,5x23 mm
Vörulýsing:
Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari var fyrsti íslenski málarinn sem gerði myndlistina að ævistarfi. Hann nam iðnteikningu og sótti kvöldskóla í fríhendisteikningu hjá bræðrunum Gustav og Sophus Vermehren í Kaupmannahöfn. Hann stundaði síðan nám við Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1900 til 1903. Ásgrímur dvaldi að mestu í Danmörku til ársins 1907, en ferðaðist um Evrópu á árunum 1907-1909 og dvaldi á Ítalíu. Íslenskt landslag og náttúra var hans helsta myndefni, en einnig teiknaði hann mikið af þjóðsagnamyndum. Hann hélt margar sýningar og tók þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Ásgrímur hlaut styrki frá Alþingi til að mennta sig í myndlistinni. Í Listasafni Ásgríms Jónssonar sem í dag er sérstök deild í Listasafni Íslands, er varðveitt vinnustofa, heimili og safn verka hans sem hann ánafnaði íslensku þjóðinni.
Heimildaskrá:
Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 69-70, 73-76, 79-82.
Sumarsýning Listasafns Íslands. (1999). Reykjavík : Listasafn Íslands.