1921 - 1930

1929 - Kindur horfa á álftir í oddaflugi

1929-kindurhorfa

Áletrun: 1929 Jólamerki Thorvaldsensfjelagsins


Listam: Júlíana Sveinsdóttir


Fj. í örk: 15 Stærð myndar: 23x31 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) fékk fyrst tilsögn í dráttlist og málun hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Síðan var hún í einkaskóla Gustavs Vermehren 1909 til 1910 og í einkaskóla Agnesar Jensen 1911 til 1912 í Kaupmannahöfn. Hún nam við Konunglegu Akademíuna frá 1912 til 1917 í Kaupmannahöfn. Júlíana fór í námsferðir til Noregs 1925 og til Flórens og Rómar árið 1926. Eftir Ítalíuferðina opnast nýr heimur fyrir henni og hún hóf nám að nýju við Konunglegu Akademíuna en nú í freskódeild skólans. Hún vann fyrir sér sem teiknikennari við skóla í Kaupmannahöfn. Eins óf hún sér til viðurværis gluggatjöld og húsgagnaáklæði og síðar myndvefnað. Júlíana þróaði með sér ljóðrænan expressíónískan stíl í landslagsmyndum sem sverja sig í ætt við danska landslagshefð. Danmörk varð hennar annað föðurland og var hún virt þar sem listamaður. Hún var ásamt Kristínu Jónsdóttur fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig myndlist sem atvinnu.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 130-131, 162, 165-171.

 

Listasafn Ísland 1884-1984. (1985). Reykjavík : Listasafn Íslands, s. 188.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509