1931 - 1940

1931 - Blaðasöludrengurinn

1931-bladasala

Áletrun: ÍSLANDS JÓLIN 1931 Thorvaldsensfélagið


Listam: Jón Þorleifsson


Fj. í örk: 15 Stærð myndar: 40x30 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Jón Þorleifsson (1891-1961) varð ungur listhneigður og lærði smíðar hjá afa sínum. Jón sá sýningu Ásgríms Jónssonar árið 1918 og ákvað þá að helga sig myndlist. Hann nam við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn 1918 til 1921 og við Académie de Croquis í París 1921 til 1922. Hann var síðan búsettur í Kaupmannahöfn frá 1922 til 1929 og hafði vetrarsetu í París 1926 og aftur 1937 til 1938. Jón hélt fjölda einkasýninga hérlendis og tók þátt í samsýningum erlendis og hérlendis. Jón sá að miklu leyti um íslensku deildina á heimssýningunni í New York 1939 til 1940. Hann var myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins í mörg ár og skrifaði þar undir nafninu Orri.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 231-234.

 

Björn Th. Björnsson. (1973). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 2. Reykjavík : Helgafell, s. 142-148.

 

Listasafn Íslands 1884-1984. (1985). Reykjavík : Listasafn Íslands, s. 187.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509