1931 - 1940

1933 - Drengur með grenigrein í kjöltu sinni

1933-drengurgrenigrein

Áletrun: BARNUPPELDISSJÓÐUR JÓLIN 1934 THORVALDSENSFÉLAGSINS

 

Listam: Jóhann Briem


Fj. í örk: 15 Stærð myndar: 35x31 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Jóhann Briem (1907-1991) listmálari varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði myndlistarnám hjá Woldemar Winkler í Dresden 1929-1931 og í Staatliche Kunstakademiea 1931 til 1934. Eftir nám starfaði hann við myndlist í Reykjavík og kenndi við barna-, gagnfræðaskóla og Kennaraskólann. Mjög merk veggskreyting er eftir hann í Laugarnesskólanum er saman stendur af 22 myndum. Myndefni sótti hann í þjóðlíf, þjóðsagnir og ævintýri sem sameina sögu og list. Um miðja öld breytir hann um áferð og litaval í myndum sínum. Hann rak málaraskóla á árunum 1934 til 1940 með Finni Jónssyni og var einn af stofnendum Nýja Myndlistarfélagsins. Jóhann gaf út tvö rit og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1973). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 2. Reykjavík : Helgafell, s.108.

 

Halldór Björn Runólfsson. (1983). Jóhann Briem. Reykjavík : Listasafn ASÍ, s. 5-24. (Íslensk myndlist, 3).

 

Íslenska alfræðiorðabókin, 2. (1990). Reykjavík : Örn og Örlygur, s. 205.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509