1931 - 1940

1936 - “Brotnuðum sorgar öldum af upprennur vonar dagur”

1936-vonardagur

Áletrun: Jólin 1936 Ísland Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins


Listam: Ólafur K. Túbals


Fj. í örk: 15 Stærð myndar: 33x29 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Ólafur K. Túbals (1897-1964) kynntist málaralist í foreldrahúsum í Múlakoti í Fljótshlíð, en þar komu margir ferða- og listamenn. Hann var vetrarlangt í Fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn. Ólafur fékkst við málaralist lengst af ævi sinnar en sinnti jafnframt umsvifamiklum búnaðarstörfum. Ásgrímur Jónsson hafði mikil áhrif á verk hans og myndefni Ólafs var einkum umhverfi fæðingarstaðar hans. Ólafur sýndi nokkrum sinnum verk sín opinberlega.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20 öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 244-245.

 

Íslenskir myndlistarmenn : stofnfélagar Myndlistarfélagsins. (1998). Tekið hafa saman Gunnar Dal og Sigurður K. Árnason. Reykjavík : Sigurður K. Árnason, s. 201-205.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509