1931 - 1940

1939 - Jólastjarnan í íslensku vetrarlandslagi

1939-vetrarlandslag

Áletrun: BARNAUPPELDISSJÓÐUR JÓLIN 1939 THORVALDSENSFÉLAGSINS ÍSLAND


Listam: Ágústa Pétursdóttir Snæland


Fj. í örk: 10 Stærð myndar: 25x35 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Ágústa Pétursdóttir Snæland (1915-) nam við Kunsthåndværkerskolen í Bredgade í Kaupmannahöfn á árunum 1933 til 1936. Hún tók þaðan próf í auglýsingateikningu 1936 og vann við auglýsingateiknun á eigin vegum meira og minna frá 1936. Ágústa sótti kvöldnámskeið í tauþrykki við Handíða- og myndlistaskólann og vann að gerð muna úr þorskhausabeinum og fjörugrjóti og ýmiss konar textilvinnu svo sem batik og tauþrykk á dúka og refla. Hún hefur tekið þátt í sýningum og unnið til verðlauna, meðal annars fyrstu verðlaun í samkeppni um merki Landsvirkjunar og fyrir merki Listahátíðar 1969. Hún hélt sýningu í Hlaðvarpanum 1993 ásamt Dóru Halldórsdóttir og Margréti Valgerðardóttir.

 

Heimildaskrá:


Dagný Ó. Gísladóttir. (1999). Viðtal við Ágústu Pétursdóttur Snæland.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509