1931 - 1940

1940 - Munið eftir smáfuglunum

1940-smafuglar

 

Áletrun: ÍSLAND JÓL 1940 THORVALDSENSFJELAGIÐ


Listam: Guðmundur Einarsson


Fj. í örk: 15 Stærð myndar: 26x35 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963) listamaður hóf listnám sitt hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík. Hann sótti tíma í teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og í höggmyndalist hjá Ríkharði Jónssyni og nam síðan við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og Listaháskólann í München. Þar stundaði hann höggmyndagerð, veggmyndamálun með freskótækni, svartlist og leirbrennslu. Á sviði íslenskrar leirlistar vann hann brautryðjendastarf og stofnaði árið 1930 leirmunagerðina "Listvinahúsið". Guðmundur gerði höggmyndir, lágmyndir, minnismerki, altaristöflur, málaði olíu og vatnslitamyndir, gerði steinda glugga í Akureyrarkirkju og að hluta í Bessastaðakirkju, gerði kvikmyndir og skrifaði greinar og einnig bækur. Hann hélt fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Hann var einn af stofnendum Bandalags íslenskra listamanna 1928 og Myndlistarfélagsins 1961.

 

Heimildaskrá:


Illugi Jökulsson. (1997). Guðmundur frá Miðdal. Seltjarnarnesi : Ormstunga, s. 73, 96, 107, 248.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509