Áletrun: JÓLIN ÍSLAND 1956 BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS
Listam: Barbara Árnason
Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 27x24 mm
Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins
Vörulýsing:
Barbara Árnason (1911-1975) kom fyrst til Íslands árið 1936 eftir að hafa nýlega myndskreytt enska útgáfu af íslenskum fornsögum. Barbara Moray Williams var frá Suður-Englandi og stundaði nám í Winchester School of Art í þrjú ár og tók síðan framhaldsnám í önnur þrjú ár við Royal College of Art í London. Þar lagði hún áherslu á málmristur og tréstungur. Hún kynntist manni sínum, Magnúsi Á. Árnasyni, og bjuggu þau á Íslandi til æviloka og ferðust á sumrin mikið um landið. Barbara vann myndir sínar með ólíku efni. Í fyrstu gerði hún tréstungumyndir, en vann jöfnum höndum með vatnsliti. Hún teiknaði margar barnamyndir og gerði veggskreytingar í Melaskóla, Apótek Vesturbæjar og Sundlaug Vesturbæjar. Á tímabili gerði hún ásaumuð myndklæði og hóf síðar að sauma myndir úr lopa og kembdi yfirborðið og sýndi slík verk bæði í París og London. Hún teiknaði margar bókakápur og myndskreytti barnabækur og önnur rit. Barbara vann í sjö ár við að myndskreyta Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Heimildaskrá:
Björn Th. Björnsson. (1973). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 2. Reykjavík : Helgafell, s. 228-233.
Guðbjörg Kristjánsdóttir. (1996). "Ávarp í Listasafni Kópavogs við opnun sýningar á verkum Barböru Árnason" : 19. apríl 1996. Netfang: http://www.centrum.is//bb/raedur/190496a.html