1958 - Stúlka og lamb

1958-lamb

Áletrun: JÓLIN 1958 ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Halldór Pétursson


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 23x31 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Halldór Pétursson (1916-1977) teiknari og málari varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935. Hann var í einkatímum hjá Guðmundi Thorsteinsson (Mugg) og Júlíönu Sveinsdóttur. Hann nam við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í auglýsingateiknun. Á árunum 1942-1945 stundaði Halldór nám við Minneapolis School of Art og Art Students League í New York. Hann teiknaði mikið af mannamyndum og skopmyndum, t.d. fyrir Spegilinn, myndskreytti blöð og bækur, teiknaði jólakort og byggðamerki Reykjavíkur og Ísafjarðar. Sérgrein Halldórs voru hestamyndir og voru þær gefnar út í sérstakri bók. Halldór tók þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis.

 

Heimildaskrá:

 

Halldór Pétursson : myndir. (1980). Reykjavík : Prenthúsið, s. 206.

 

Íslenska alfræðiorðabókin, 2. (1990). Reykjavík : Örn og Örlygur, s. 18.