1951 - 1960

1959 - Móðir og barn

1959-gult

Áletrun: BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS JÓLIN 1959 ÍSLAND


Listam: Gunnlaugur Blöndal


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 30,5x22 mm


Vörulýsing:


Gunnlaugur Blöndal (1893-1963) listmálari hóf listferil sinn á tréskurðarstofu Stefáns Eiríkssonar og lauk sveinsprófi í þeirri grein. Teikninám stundaði hann í Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn. Hann var hjá Christian Krolig í Akademíunni í Osló og í skóla málarans André Lhote í París. Hann fór í námsferðir til Ítalíu, Spánar, Þýskalands og Austurríkis. Eftir langa dvöl erlendis fluttist Gunnlaugur til Íslands og starfaði í Reykjavík til æviloka. Einna þekktastur er hann fyrir módelmyndir sínar. Gunnlaugur Blöndal á listaverk í mörgum erlendum söfnum og hélt margar listsýningar hérlendis og erlendis.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 180-192.

 

Gunnlaugur Blöndal. (1963). Formáli eftir Eggert Stefánsson. Reykjavík : Helgafell, s. 15-22.

 

Ríkharður Jónsson. (1963). Kveðja frá gömlum vini. Reykjavík : Helgafell, s. 99-100.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509