1961 - 1970

1962 - Barnavagga og vöggubörn

1962-barnavagga

Áletrun: JÓLIN 1962 ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Helga Sveinbjörnsdóttir


Fj. í örk: 13 þar af eitt stórt / 75x54 mm og 35x26 mm


Vörulýsing:


Helga B. Sveinbjörnsdóttir (1933-) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og útskrifaðist úr Handíða- og myndlistaskólanum 1955. Hún hóf nám í Konstfackskolan í Stokkhólmi 1957 og útskrifaðist þaðan 1961. Helga vann hjá Sambandi íslenskra samvinnumanna við auglýsingateiknun til 1965. Hún vann sjálfstætt þar til hún gerðist forstöðumaður teiknistofu Orkustofnunar haustið 1976. Jólamerkin sem hún gerði fyrir Thorvaldsensfélagið bað frænka hennar Svanfríður Hjartardóttir hana að gera og fannst henni það mikill heiður. Prentsmiðjan Litmyndir í Hafnarfirði prentaði merkin. Um þessa vinnu segir Helga. "Ég vildi ekki taka neitt fyrir mína vinnu af mörgum ástæðum, en fékk þá sendan þann stærsta konfektkassa sem ég hef séð á ævinni. Ég borðaði hann auðvitað og ber þess merki enn þann dag í dag".

 

Heimildaskrá:


Kristín Samúelsdóttir. (1999). Viðtal við Helgu B. Sveinbjörnsdóttur

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509