Áletrun: BARNAUPPELDISSJÓÐUR JÓLIN 1965 THORVALDSENSFÉLAGSINS ÍSLAND
Listam: Sigurður Jónsson
Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 25x33,3 mm
Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins
Vörulýsing:
Sigurður Jónsson (1910-1986) lauk flugmannsprófi frá Þýskalandi árið 1930 og var fyrsti íslenski flugmaðurinn og var því handhafi flugmannaskírteinis númer 1. Sigurður byrjaði snemma að teikna og naut leiðsagnar Meulenberg biskups í einkatímum þegar hann var í barnaskóla í Landakoti. Síðar var hann vetrarlangt í teikniskóla Björns Björnssonar og Marteins Guðmundssonar við Skólastræti. Sigurður hélt að minnsta kosti tvær sýningar á verkum sínum.
Heimildaskrá:
Flugmannatal. (1988). Reykjavík : Félag íslenskra atvinnuflugmanna, s. 316.
"Hólabiskup kenndi honum að teikna" : viðtal dagsins. (1961). Vísir, 9. maí, s. 6.
Jón Guðnason. (1967). Íslenskir samtíðarmenn, 2. Tekið saman af Jóni Guðnasyni og Pétri Haraldssyni. Reykjavík : Bókaútgáfan Samtíðarmenn, s. 210.
"Sigurður Jónsson sýnir í Mokka". (1961). Tíminn, 9. maí, s. 2.