1971 - 1980

1972 - Móðir með barn og kertaljós

1972-modirbarn

Áletrun: JÓLIN 1972 ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Friðrika Geirsdóttir


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 32x23 mm


Vörulýsing:


Friðrika Geirsdóttir (1935-) rekur í dag ásamt manni sínum, Leifi Þorsteinssyni, ljósmynda- og hönnunarstofuna Myndiðn sf. og vinnur einnig að myndlist. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og lauk námi í grafískri hönnun frá Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn er nú heitir Danmarks Designskole. Friðrika stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík í málun og grafík. Hún hefur unnið við grafíska hönnun, myndlist og kennslu í þeim greinum frá 1962, og tekið þátt í myndlista- og hönnunarsýningum hér heima og erlendis. Hún tók þátt í störfum Félags íslenskra teiknara og félaginu Íslensk grafik og átti sæti í stjórnum þeirra. Hún var deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1986-1995.

 

Heimildaskrá:


Anna Georgsdóttir. (1999). Viðtal við Friðriku Geirsdóttur.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509