1971 - 1980

1974 - Harpa Hallgríms Péturssonar

1974-harpa

Áletrun: JÓL 1974 ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Sigfús Halldórsson


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 40,5x26 mm


Vörulýsing:


Sigfús Halldórsson (1920-1996) listmálari og tónskáld nam í málaraskóla Björns Björnssonar og Marteins Guðmundssonar. Hann tók próf í leiktjaldahönnun og málaralist frá Slade Fine Art Scool University of London árið 1945 og var við nám og störf við Stokkhólmsóperuna 1947 til 1948. Hann tók próf í uppeldis- og kennslufræði við Myndlista-og handíðaskóla Ísland 1968. Sigfús starfaði í Útvegsbanka Íslands, málarasal Þjóðleikhússins, Skattstofu Reykjavíkur og var teiknikennari við Langholtsskóla frá 1968 til 1981 og hélt fjölda sýninga, bæði einkasýningar og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sigfús samdi fjölda sönglaga og tónverka auk kórverka með hljómsveitarundirleik. Hann fékk fjölda viðurkenninga, meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1979 og var kjörinn heiðurslistamaður Kópavogs árið 1988.

 

Heimildaskrá:


Samtíðarmenn : upplýsingar um ævi og störf tvö þúsund Íslendinga. Ritstjóri Vilhelm G. Kristinsson. (1993). Reykjavík : Vaka – Helgafell, s. 578.

 

Sigfús Halldórsson. (1990). Kveðja mín til Reykjavíkur. Ritstjórn Indriði G. Þorsteinsson, Einar Hákonarson og Guðmundur Sæmundsson. [Reykjavík] : Reykholt, s. 44-47.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509