1971 - 1980

1975 - Bertel Thorvaldsen og frönsku húsin

1975-bertel

Áletrun: 1875 JÓL 1975 100 ár ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Bertel Thorvaldsen/Litmyndir hf.


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 41x27 mm


Vörulýsing:


Bertel (Albert) Thorvaldsen (1768-1844) myndhöggvari var íslenskur í föðurætt, en danskur í móðurætt. Hann var mjög ungur er hann fékk inngöngu í Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Hann fékk ferðastyrk til Rómar 1796 og starfaði þar meiri hluta ævi sinnar. Thorvaldsen er talinn hafa erft listagáfu sína frá afa sínum, séra Þorvaldi á Miklabæ í Skagafirði, sem var skurðhagur og föður sínum Gottskálk, sem var myndskeri. Bertel var skipaður prófessor við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og varð síðar forstöðumaður hans. Hann sótti myndefni gjarnan í gríska og rómverska goðafræði og er tígulleiki og rósemd helsta einkenni flestra verka hans. Thorvaldsenssafnið í Kaupmannahöfn var stofnað 1838 með listaverkagjöf Bertels Thorvaldsen og er helgað verkum hans. Í Reykjavík eru nokkur verk eftir hann meðal annars skírnarfontur í Dómkirkjunni, (sem listamaðurinn gaf), afsteypa af sjálfsmynd í Hljómskálagarðinum (gefin Reykjavík 1874), afsteypa af Kristslíkneski í Fossvogskirkjugarði og afsteypa af Adónis í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg.

 

Heimildaskrá:


Helgi Konráðsson. (1944). Bertel Thorvaldsen. Reykjavík : Þorleifur Gunnarsson. Íslenska alfræðiorðabókin, 3. (1990). Reykjavík : Örn og Örlygur, s. 399.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509