1971 - 1980

1979 - Stúlka með kertaljós

1979-stulkamed

Áletrun: JÓLIN 1979 ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Finnur Jónsson


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 33x25 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Finnur Jónsson (1892-1993) myndlistarmaður lærði gullsmíði í Reykjavík og var við listnám í Kaupmannahöfn, Berlín og Dresden. Finnur var einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna og var í stjórn þess um langt skeið. Hann var einnig einn af stofnendum Félags óháðra listamanna og Myndlistarfélagsins. Finnur stundaði teiknikennslu í Flensborgarskólanum og í Menntaskólanum í Reykjavík og stofnaði málaraskóla í Reykjavík 1934 ásamt Jóhanni Briem og rak hann til 1940. Hann hélt margar sýningar.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 200.

 

Íslenska alfræðiorðabókin, 1. (1990). Reykjavík : Örn og Örlygur. s. 407.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509