1981 - 1990

1984 - Glerlistaverk

1984-glerlistaverk

Áletrun: JÓL1984 ÍSLAND BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Leifur Breiðfjörð


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 40x26,5 mm


Vörulýsing:


Leifur Breiðfjörð (1945-) myndlistarmaður lauk námi í frjálsri myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1966. Hann nam glerlist við The Edinburgh College of Art í Skotlandi 1966 til 1968 og við Burleighfield House í Englandi 1973 til 1975. Leifur fór í námsferðir til Englands, Frakklands og Þýskalands. Hann var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969-1975 og hefur rekið eigin vinnustofu frá 1969. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga innanlands og utan og þá einkanlega fyrir glerlistaverk sin. Hann fékk dvalarstyrk listamanna 1973, listamannalaun 1978 og bjartsýnisverðlaun Bröste árið 1990 og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Árið 1990 vann hann samkeppni um sýningarskála
Íslands á heimssýninguna í Sevilla 1992. Jólamerkið 1984 er gert eftir glerlistaverki í kapellu Fæðingardeildar Landspítalans.

 

Heimildaskrá:


Samtíðarmenn : upplýsingar um ævi og störf tvö þúsund Íslendinga. Ritstjóri Vilhelm G. Kristinsson. (1993). Reykjavík : Vaka – Helgafell, s. 466.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509