1981 - 1990

1987 - Blóm í blómavasa

1987-blom

Áletrun: Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins Jól Ísland 1987


Listam: Jón Stefánsson


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 42x 25,5 mm


Vörulýsing:


Jón Stefánsson (1881-1962) listmálari lauk stúdentsprófi 1900 og var við verkfræðinám í Kaupmannahöfn næstu þrjú árin, en fór þá í Teknisk Selskabs Skole næstu tvö árin. Hann var í einkaskóla Kristians Zahrtmann 1905 til 1908 og næstu tvö árin í einkaskóla Henri Matisse í París. Jón var búsettur til skiptis á Íslandi og Danmörku og var félagi í danska sýningahópnum Grönningen. Hann gerði stóra fresku í afgreiðslusal Landsbanka Íslands.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 104-108.

 

Listasafn Íslands 1884-1994. (1985). Reykjavík : Listasafn Íslands, s. 185.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509