1981 - 1990

1988 - Maður og kona með barn

1988-madurkona

Áletrun: Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins Jól Ísland 1988


Listam: Kristín Jónsdóttir


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 40x25,5 mm


Vörulýsing:


Kristín Jónsdóttir (1888-1959) var meðal fyrstu kvenna á Íslandi til að leggja fyrir sig myndlist sem atvinnu. Hún nam á árunum 1911 til 1926 við Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi. Myndir hennar lýsa nánasta umhverfi hennar, kyrralífi, landslagi og mannlífi, og sýna glögglega þau áhrif frá frönskum síðimpressíónisma, sem Jón Stefánsson átti ekki hvað síst ríkan þátt í að innleiða hér á landi. Kristín hélt einkasýningar og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis.

 

Heimildaskrá:


Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, 1. Reykjavík : Helgafell, s. 149-152. Listasafn Íslands 1884-1984. (1985). Reykjavík : Listasafn Íslands, s. 193.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509