1991 - 2000

1997 - Fæðing

1997-faeding

Áletrun: BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS ÍSLAND JÓL 1997


Listam: Helgi Þorgils Friðjónsson


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 31x38 mm


Vörulýsing:


Helgi Þorgils Friðjónsson (1953-) myndlistarmaður nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og var við listnám í Hollandi 1977 til 1979. Hann var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980-1990. Helgi Þorgils er einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Hann hefur rekið eigið gallerí og útgáfufyrirtæki sem gefið hefur út bæklinga, sýningarskrár og grafíkmöppur með ýmsum listamönnum. Hann fékk myndskreytingarverðlaun fyrir bókina Norrön etterkrigslyrik 1976 og myndlistarverðlaun Dagblaðsins Vísis árið 1983. Einnig fékk hann gagnrýnendaverðlaun í plakatasamkeppni árið 1989.

 

Heimildaskrá:


Íslenska alfræðiorðabókin, 2. (1990). Reykjavík : Örn og Örlygur, s. 50.

 

Samtíðarmenn : upplýsingar um ævi og störf tvö þúsund Íslendinga. Ritstjóri Vilhelm G. Kristinsson. (1993). Reykjavík : Vaka-Helgafell, s. 313.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509